Fréttir VFD
Byggðaþróun - styrkir til meistaranema
Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar. Kostur er ef verkefnin hafa skírskotun til byggðaáætlunar. Til úthlutunar er allt að 1.000.000 kr. og stefnt er að því að veita fjóra styrki.
Lesa meira
Betri samgöngur og Háskólinn í Reykjavík skrifa undir viljayfirlýsingu um samstarf
Betri samgöngur og Háskólinn í Reykjavík hafa gengið frá viljayfirlýsingu um að eiga samstarf um doktorsverkefni. Doktorsverkefnið er á sviði rekstarverkfræði með áherslu á verkefnastjórnsýslu og gagnasafnsfræði.
Lesa meira
Búa til bein úr afgangs eggjaskurn
Hafið þið einhvern tímann vel fyrir ykkur hvað verður um alla eggjaskurnina sem fellur til á kjúklingabúum? Um fjórðungur allra eggja í Evrópu er brotinn til að framleiða vörur sem innihalda egg og hlutfallið er enn hærra í Bandaríkjunum.
Lesa meira
Rannsóknasjóður HR úthlutar 10 doktorsnemastyrkjum
Rannsóknasjóður HR hefur úthlutað alls 10 nýjum doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 57.480.000 kr.
Lesa meira
204 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík í tíu athöfnum
204 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlegar athafnir í Hörpu í dag, laugardaginn, 30. janúar. Vegna samkomutakmarkana var hátíðinni skipt upp í tíu minni athafnir þar sem hámark tuttugu nemendur voru brautskráðir í hverri athöfn. 158 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 44 úr meistaranámi og tveir úr doktorsnámi.
Lesa meira
Aðferðin skiptir öllu máli
Dr. Slawomir Koziel er prófessor við verkfræðideild HR. Rannsóknarsvið hans eru töluleg líkanagerð og bestun, tölvustudd hönnun, sem og staðgöngumiðuð bestun reiknifrekra hermunarlíkana með hagnýtingu í hönnun örbylgjukerfa og loftneta, flugvélaverkfræði, vökvaaflfræði og öðrum greinum.
Lesa meira
Sigruðu í lestrarkeppni Almannaróms og Mál- og raddtæknistofu HR
Hraunvallaskóli bar sigur úr býtum og Salaskóli varð í öðru sæti í flokki skóla með yfir 450 nemendur í Lestrarkeppni grunnskólanna sem Almannarómur og Mál- og raddtæknistofa Háskólans í Reykjavík stóðu fyrir nýverið. Í flokki skóla með færri en 450 nemendur varð Smáraskóli í fyrsta sæti og Grunnskólinn á Þórshöfn í öðru sæti.
Lesa meira
Paolo Gargiulo verður prófessor við verkfræðideild HR
Dr. Paolo Gargiulo hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík eftir mat alþjóðlegrar hæfisnefndar. Paolo hefur verið afar virkur fræðimaður undanfarin ár á sviði heilbrigðisverkfræði; meðal annars við að notkun þrívíddarlíkana í klínískum aðgerðum. Framlag hans til nýrrar tækni í aðgerðum við Landspítalann hefur vakið athygli víða um heim.
Lesa meira
Háskólar sameinast gegn sjóveiki
Nýr og fullkominn hátæknibúnaður til rannsókna á sjóveiki og annarri hreyfiveiki var tekinn formlega í notkun í dag, þriðjudaginn 11. febrúar, í Háskólanum í Reykjavík. Uppbygging á aðstöðunni er samstarfsverkefni Heilbrigðistækniseturs HR, Lífvísindaseturs Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Í aðstöðunni er sýndarveruleiki tengdur við hreyfanlegt undirlag og hægt að líkja eftir aðstæðum á sjó, við akstur, flug og fleira.
Lesa meira
HR afhendir Alþingi nýjan talgreini til eignar og afnota
Ræður alþingismanna á Alþingi Íslendinga eru nú skráðar sjálfkrafa af gervigreindum talgreini. Talgreinirinn skráir um tíu mínútur af ræðum á einungis þremur og hálfri mínútu, hann hefur allt að 90% rétt eftir og auðveldar til muna skráningu og birtingu á ræðum alþingismanna.
Lesa meira