Fréttir VD

Aldís Guðný Sigurðardóttir forstöðumaður MBA náms og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.

Dr. Aldís Guðný Sigurðardóttir nýr forstöðumaður MBA náms - 27.1.2022

Dr. Aldís Guðný Sigurðardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður MBA náms og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Aldís er sérfræðingur í samningatækni og hefur starfað undanfarin ár við Háskólann í Twente, Hollandi, þar sem hún hefur rannsakað hegðun samningamanna og kennt þau fræði sem og önnur viðskiptatengd fög. Í Twente hefur hún einnig þróað námslínu á meistarastigi í samningatækni og stýrt því námi.

Lesa meira
Jón Þór Sturluson forseti viðskiptadeildar HR

Jón Þór Sturluson nýr forseti viðskiptadeildar HR - 16.11.2021

Dr. Jón Þór Sturluson hefur verið ráðinn deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Jón Þór útskrifaðist með doktorsgráðu í hagfræði frá Stockholm School of Economics árið 2003 með áherslu á atvinnuvega- og orkuhagfræði. Áður lauk hann B.Sc. og M.Sc. prófi frá Háskóla Íslands.

Lesa meira
Svefn er grunnur góðrar heilsu

Svefn er grunnur góðrar heilsu - 15.11.2021

Dr. Erna Sif Arnardóttir leiðir Svefnbyltinguna sem er þverfaglegt og alþjóðlegt rannsókna- og þróunarverkefni þar sem leiðum til þess að mæla og skrá svefn og svefnraskanir er umbylt.

Lesa meira
Í ávarpi sínu til útskriftarnema lagði Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor, áherslu á að menntun væri nú og yrði jafnvel enn frekar í næstu framtíð undirstaða samkeppnishæfni og lífsgæða, bæði fyrir eins

Stærsta brautskráning Háskólans í Reykjavík frá stofnun - 19.6.2021

Aldrei hafa fleiri nemendur verið brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík og í dag, laugardaginn 20. júní, en þá brautskráðust 688 nemendur frá háskólanum við hátíðlegar athafnir í Hörpu.

Lesa meira
kennari skrifar stærðfræði jöfnu á töflu

Rannsóknasjóður HR úthlutar 10 doktorsnemastyrkjum - 4.2.2021

Rannsóknasjóður HR hefur úthlutað alls 10 nýjum doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 57.480.000 kr. 

Lesa meira
Gabríela Jóna Ólafsdóttir, BSc í tölvunarfræði, flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnemenda.

204 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík í tíu athöfnum - 30.1.2021

204 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlegar athafnir í Hörpu í dag, laugardaginn, 30. janúar. Vegna samkomutakmarkana var hátíðinni skipt upp í tíu minni athafnir þar sem hámark tuttugu nemendur voru brautskráðir í hverri athöfn. 158 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 44 úr meistaranámi og tveir úr doktorsnámi.

Lesa meira
Háskólinn í Reykjavík býður landsmönnum að læra nýsköpun á netinu

Háskólinn í Reykjavík býður landsmönnum að læra nýsköpun á netinu - 18.5.2020

Allt námsefni í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja er komið út á vef Háskólans í Reykjavík, hr.is. Þar með geta allir landsmenn færst skrefi nær því að vera frumkvöðlar.

Lesa meira
Maður situr við skrifborð

„Planið var óbreytt en svo sá maður það að myndi ekki standast“ - 14.5.2020

Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull og stjórnandi, kennir námskeiðið Nýsköpun og stofnun fyrirtækja í ár ásamt Hrefnu Briem, forstöðumanni grunnnáms við viðskiptadeild. Þar þróa nemendur á fyrsta ári eigin nýsköpunarhugmynd ásamt því að gera markaðsáætlun og frumgerð. Námskeiðið er eitt af svokölluðum þriggja vikna námskeiðum sem nemendur ljúka síðast á námsárinu.

 

Lesa meira
Mynd úr Jörðinni í HR

Skoða hlutverk samfélagsmiðla í upplýsingagjöf varðandi COVID-19 - 14.4.2020

HR, ásamt tólf öðrum háskólum, tekur þátt í viðamikilli, alþjóðlegri rannsókn sem snýr að viðhorfum og hegðun fólks í garð COVID-19 og hvernig samfélagsmiðlar eru notaðir til að nálgast upplýsingar um vírusinn.

Lesa meira

„Þarna vorum við frá HR að keppa við stærstu skóla í heimi“ - 14.3.2020

Lið Háskólans í Reykjavík stóð sig með miklum ágætum í harðri alþjóðlegri fjárfestingakeppni, Rotman International Trading Competition, sem var haldin nýlega í Toronto, Kanada. Í einni þrautinni af sex sigraði lið HR en það eitt og sér verður að teljast frábær árangur, enda taka allir helstu viðskiptaháskólar heims þátt. 

Lesa meira