Upplýsingatæknisvið

Notendaþjónusta upplýsingatæknisviðs (UTS) er með upplýsingaborð í Sólinni. Notendaþjónustan er opin virka daga milli 8:00-16:00. Beiðnir má senda á hjalp@ru.is.

Ýmsar gagnlegar upplýsingar er að finna á vef UTS http://help.ru.is

Neyðarsími tölvuþjónustu er 599 6250.

Reglur fyrir notendur tölvukerfis HR

Nemendur HR skulu hlíta notkunarskilmálum Isnets og RHnets, sjá http://rhnet.is/reglur.html , og reglum HR um notkun á neti og tölvukerfum skólans. 

Reglur HR er notkun og umgengni við tölvubúnað og aðstöðu skólans eru sem hér segir:

  • Nemendur hafa aðgang að tölvuverum skólans, svo framarlega sem þau eru ekki nýtt fyrir kennslu.
  • Nemendur fá auðkenni (notendanafn og leyniorð) til að tengjast neti skólans og upplýsingakerfum og bera þeir ábyrgð á leynd þeirra. Nemendum  er óheimilt að láta öðrum aðilum auðkenni sín í té. Auðkenni nemenda eru virk meðan þeir eru skráðir í nám í HR.
  • HR áskilur sér rétt til að fara yfir, skoða og eyða gögnum og hugbúnaði á gagnasvæðum nemenda til að tryggja að reglum um notkun búnaðarins sé fylgt.
  • Nemendum er óheimilt nýta búnað skólans til að brjóta á höfundarrétti. Óheimilt er að  vista eða miðla ólöglegu efni á búnaði skólans.
  • Óheimilt er að setja inn hugbúnað og breyta uppsetningum á tölvum í eigu skólans.
  • Meðferð hvers konar matvæla og drykkja er stranglega bönnuð í tölvuverum.

Brot á þessum reglum geta leitt til lokunar á aðgangi að tölvukerfi HR, sé um alvarlegt eða endurtekið brot að ræða, getur það endað með brottvísun úr Háskólanum í Reykjavík.


Var efnið hjálplegt? Nei