TD Fréttir

Alþjóðlega háskólakeppnin NWERC í forritun

Háðu harða baráttu í forritun - 24.11.2021

Alþjóðlega háskólakeppnin NWERC í forritun fór fram um helgina. Keppnin átti að fara fram í Háskólanum í Reykjavík í ár en vegna aðstæðna út af Covid-19 fór hún fram á netinu. NWERC er svæðiskeppni Norður-Evrópu fyrir ICPC heimskeppnina þar sem nemendur frá öllum heimshlutum keppa sín á milli í forritun.

Lesa meira
Svefn er grunnur góðrar heilsu

Svefn er grunnur góðrar heilsu - 15.11.2021

Dr. Erna Sif Arnardóttir leiðir Svefnbyltinguna sem er þverfaglegt og alþjóðlegt rannsókna- og þróunarverkefni þar sem leiðum til þess að mæla og skrá svefn og svefnraskanir er umbylt.

Lesa meira
Spurningar er glænýr símaleikur þar sem þátttakendur setja fram, fara yfir og svara fjölbreyttum spurningum.

Nýr símaleikur til að safna spurningum og svörum fyrir íslenska máltækni - 23.6.2021

Spurningar er glænýr símaleikur þar sem þátttakendur setja fram, fara yfir og svara fjölbreyttum spurningum. Tilgangur leiksins er að styðja við þróun máltæknilausna fyrir íslensku.

Lesa meira
Kona kennir í gegnum fjarfundabúnað

Stelpur um allt land kynntu sér forritun og tækni - 20.5.2021

Stelpur og tækni fór fram í Háskólanum í Reykjavík 19. maí. Um 800 stelpur í 9. bekk úr 40 skólum víðsvegar um landið tóku þátt. Markmiðið með deginum, sem var nú haldinn í 8. skipti, er að hvetja stelpur til náms í tæknigreinum. 

Lesa meira

Kynningar á lokaverkefnum tölvunarfræðinema - 14.5.2021

Nemendur sem eru að ljúka grunngráðu í tölvunarfræði kynna verkefni sín

Lesa meira
kennari skrifar stærðfræði jöfnu á töflu

Rannsóknasjóður HR úthlutar 10 doktorsnemastyrkjum - 4.2.2021

Rannsóknasjóður HR hefur úthlutað alls 10 nýjum doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 57.480.000 kr. 

Lesa meira
Gabríela Jóna Ólafsdóttir, BSc í tölvunarfræði, flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnemenda.

204 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík í tíu athöfnum - 30.1.2021

204 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlegar athafnir í Hörpu í dag, laugardaginn, 30. janúar. Vegna samkomutakmarkana var hátíðinni skipt upp í tíu minni athafnir þar sem hámark tuttugu nemendur voru brautskráðir í hverri athöfn. 158 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 44 úr meistaranámi og tveir úr doktorsnámi.

Lesa meira

Sigruðu í lestrarkeppni Almannaróms og Mál- og raddtæknistofu HR - 20.5.2020

Hraunvallaskóli bar sigur úr býtum og Salaskóli varð í öðru sæti í flokki skóla með yfir 450 nemendur í Lestrarkeppni grunnskólanna sem Almannarómur og Mál- og raddtæknistofa Háskólans í Reykjavík stóðu fyrir nýverið. Í flokki skóla með færri en 450 nemendur varð Smáraskóli í fyrsta sæti og Grunnskólinn á Þórshöfn í öðru sæti.

Lesa meira
Magnús Már Halldórsson

Magnús Már einn af heiðursmeðlimum Evrópusamtaka um fræðilega tölvunarfræði - 1.4.2020

Dr. Magnús M. Halldórsson, tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, hefur verið valinn heiðursmeðlimur Evrópusamtaka um fræðilega tölvunarfræði (EATCS Fellows), einn af þremur sem voru valdir árið 2020.

 

Lesa meira
Tölva og aukaskjár

Framhaldsskólanemar háðu keppni í forritun að heiman - 24.3.2020

Hátt í 100 keppendur í 36 liðum tóku þátt í Forritunarkeppni framhaldsskólanna sem var haldin í tuttugasta skiptið núna um helgina. Keppnin var háð á netinu sökum óviðráðanlegra ástæðna, eins og gefur að skilja. Keppnin tókst afar vel þrátt fyrir öðruvísi fyrirkomulag og að sögn þeirra sem skipulögðu keppnina voru allir keppendur tilbúnir til að láta þetta ganga upp. 

Lesa meira