Áhrif rannsókna HR
Háskólinn í Reykjavík er í efsta sæti í mati á hlutfallslegum áhrifum rannsókna, þriðja árið í röð, samkvæmt lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims fyrir árið 2022.
Háskólinn í Reykjavík hefur fengið viðurkenningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem vinnustaður sem fylgir viðmiðum ESB um gott starfsumhverfi fyrir rannsóknafólk.
Hlekkir
Um rannsóknir við HR
Lögð er áhersla á að stunda alþjóðlega viðurkenndar rannsóknir sem efla kennsluna og orðstír skólans á alþjóðavettvangi, ásamt því að veita nýrri þekkingu inn í íslenskt atvinnulíf og samfélag.
HR hefur mótað sér skýra og framsækna rannsóknastefnu og markviss skref hafa verið stigin til að efla rannsóknir á öllum fræðasviðum háskólans.