Verkefnastjóri sumarnámskeiða Skema í HR
Verkefnastjóri sumarnámskeiða ber ábyrgð á framkvæmd sumarstarfsins
Krakkar sem sækja námskeið hjá Skema njóta leiðsagnar þjálfara sem hafa farið í gegnum markvissan undirbúning og þjálfun þar sem farið er yfir tæknilegar hliðar kennslunnar og aðferðafræði Skema. Í þjálfuninni er farið ítarlega yfir mikilvæg atriði er varða viðbrögð við mismunandi þörfum og hegðun.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Umsjón með skipulagi og rekstri sumarnámskeiða
- Samskipti við viðskiptavini
- Mannaforráð
- Metur stöðu fjármála m.v. áætlanir
- Vinnur að þróun námsefnis Skema í samráði við stjórnendur
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun sem tengist forritun, kennslu eða verkefnastýringu er kostur
- Reynsla og áhugi á að starfa með börnum
- Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi
- Faglegur metnaður
- Þekking á forritun og upplýsingatækni
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og skrifuðu mál
Umsóknarfrestur er til og með 18. maí
Hafið samband við Ingunni S Unnsteinsdóttur Kristensen fyrir frekari upplýsingar ingunnu@ru.is.