Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

Verkefnastjóri sumarnámskeiða Skema í HR

Verkefnastjóri sumarnámskeiða ber ábyrgð á framkvæmd sumarstarfsins

Krakkar sem sækja námskeið hjá Skema njóta leiðsagnar þjálfara sem hafa farið í gegnum markvissan undirbúning og þjálfun þar sem farið er yfir tæknilegar hliðar kennslunnar og aðferðafræði Skema. Í þjálfuninni er farið ítarlega yfir mikilvæg atriði er varða viðbrögð við mismunandi þörfum og hegðun.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjón með skipulagi og rekstri sumarnámskeiða
  • Samskipti við viðskiptavini
  • Mannaforráð
  • Metur stöðu fjármála m.v. áætlanir
  • Vinnur að þróun námsefnis Skema í samráði við stjórnendur

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem tengist forritun, kennslu eða verkefnastýringu er kostur
  • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum
  • Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi
  • Faglegur metnaður
  • Þekking á forritun og upplýsingatækni
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og skrifuðu mál

 

 

 

 

 

Umsóknarfrestur er til og með 18. maí 

Hafið samband við Ingunni S Unnsteinsdóttur Kristensen fyrir frekari upplýsingar ingunnu@ru.is.