Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

  • Logo Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Tímabundið starf við forritun o.fl. hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins

Um tímabundið starf er að ræða við forritun en jafnframt sumarafleysingar í upplýsingatæknideild Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Um fullt starf er að ræða í sumar. Ráðning getur verið til allt að 6 mánaða og er í boði að vera í hlutastarfi eftir sumarið.

Við leitum að einstaklingi með góða þekkingu á tölvumálum, færni í mannlegum samskiptum og getu til að vinna með öðrum, ásamt því að geta unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi sínu.

Um tímabundið starf er að ræða við forritun en jafnframt sumarafleysingar í upplýsingatæknideild Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Um fullt starf er að ræða í sumar. Ráðning getur verið til allt að 6 mánaða og er í boði að vera í hlutastarfi eftir sumarið.

  • Forritun á einföldum vef.
  • Aðstoð og afleysingu við kerfisumsjón.
  • Aðstoð við notendaþjónustu, þ.e. almenna tölvuaðstoð og uppsetningu búnaðar fyrir starfsfólk.

Aðrar hæfniskröfur

  • Nám eða reynsla sem nýtist í starfinu.
  • Kunnátta á og reynsla af notkun C# og MVC.
  • Þekking á VMware, netkerfum, Windows AD og Office 365 skýjaumhverfi er kostur.

Gögn sem skulu fylgja umsókn

  • Ferilskrá um menntun og fyrri störf.
  • Staðfestingar á tilgreindri menntun.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Um er að ræða 100% starf í dagvinnu. Starfstímabil er umsemjanlegt.

Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2023.

Nánari upplýsingar veitir Ingveldur Þórðardóttir skrifstofustjóri, ingveldurl@shs.is 

 Sækja um starfið