Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

  • KEA Hotels logo

Sumarstarf í söludeild Keahótela í Reykjavík

Keahótel leitar að jákvæðum og þjónustulunduðum aðila, með brennandi áhuga á ferðabransanum, til starfa í sumar með möguleika á hlutastarfi í framhaldinu.

Söludeildin okkar sinnir verkefnum í tengslum við öll 9 hótel Keahótela og krefst starfið góðrar samskiptahæfni, skipulags og metnað til þess að veita eins góða þjónustu og mögulegt er. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt í virkilega lifandi starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Sala og ráðgjöf til viðskiptavina (m.a einstaklingar, fyrirtæki, ferðaskrifstofur og stórir viðburðarhaldarar).
  • Umsjón og úrvinnsla bókana og eftirfylgni þeirra (einstaklingar og hópar).
  • Dagleg svörun, hvort sem í tölvupósti, síma og/eða á spjallforritum.


Menntunar- og hæfniskröfur

  • Hæfni í mannlegum samskiptum og öryggi í framkomu.
  • Frumkvæði, fagmennska, sjálfstæði og öguð vinnubrögð.
  • Góð tölvukunnátta og þekking á Office 365 er skilyrði.
  • Góð íslensku og ensku kunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli er skilyrði.
  • Geta til að leysa mismunandi verkefni hratt og örugglega frá lausnarmiðuðu sjónarhorni.


Annað 

  • Staðsetning: 101 Reykjavík
  • Fyrirtæki: Keahotels
  • Starfstegund: Sölufulltrúi
  • Umsóknafrestur: 19. maí
  • Linkur á heimasíðu https://www.keahotels.is/