Sumarstarf fyrir háskólanema - Klappir
Klappir auglýsir laust til umsóknar sumarstarf hjá spennandi fyrirtæki í örum vexti með möguleika á hlutastarfi með skóla í haust. Klappir er hugbúnaðarfyrirtæki sem er leiðandi á heimsvísu í stafrænum lausnum á sviði sjálfbærnimála. Starfið er innan sjálfbærnisviðs fyrirtækisins og er gott tækifæri fyrir háskólanema til að öðlast fjölbreytta reynslu.
Sumarstarf fyrir háskólanema
- Þjónusta viðskiptavini við notkun hugbúnaðarlausna Klappa (e.g. þjónustuborð)
- Aðstoða við þjónustu og ráðgjafaverkefni tengd kolefnisbókhald viðskiptavina
- Aðstoða við innri verkefni (e.g. útbúa kennsluefni fyrir viðskipavini)
- Skýrslugerðir fyrir kolefnisbókhald og aðra sjálfbærni mælikvarða
Við leitum að einstaklingi sem hefur eftirfarandi eiginleika:
- Stundar háskólanám t.d á sviði verkfræði eða viðskipta
- Áhuga og grunn þekkingu á sjálfbærnimálum
- Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót
- Gott vald á íslensku og ensku í mæltu og rituðu máli
- Gagnalæsi og góð tölvukunnátta
- Hefur gott vald og áhuga á gagnavinnslu
- Drifkraftur, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Við bjóðum upp á
- Lifandi og skemmtilegt starfsumhverfi
- Fjölskylduvænan vinnustað með sveigjanlegum vinnutíma
- Vinnustað sem er umhugað um jafnrétti, sjálfbærni og umhverfismál
- Grænan samgöngustyrk
- Öflugt starfsmannafélag sem leiðir okkur í leik
- Niðurgreiddan hádegismat að hluta og fría ávexti
Um er að ræða 100% starfshlutfall frá maí til lok ágúst og hlutastarf með háskólanámi í framhaldinu, eftir samkomulagi. Leitast er eftir umsækjanda sem er tilbúinn að koma inn í aukna vinnu á ákveðnum álagstímum yfir árið, þá sérstaklega í byrjun hvers árs.
Umsókn sendist á jobs@klappir.com. Umsóknarfrestur er til og með 10. maí næstkomandi. Með umsókninni skal fylgja ferilskrá með upplýsingum um menntun, framvinda núverandi náms, fyrri störf ásamt upplýsingum um umsagnaraðila.
Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir Heiða Lára Heiðarsdóttir mannauðsstjóri á heida@klappir.com
Heimasíða: www.klappir.com
Staðsetning: Hlíðasmári 3, 201 Kópavogur
