Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

  • Lely logo

LELY Center Ísland - Sumarafleysingar í bókhaldi, tolla – innflutningsmálum

Lely Center Ísland

Skrifstofustarf við mismunandi verkefni yfir sumarið, mikil fjölbreytni. Góð reynsla af notkun Excel nauðsynleg. Þekking á bókhaldskerfum, Axapta eða Navision mjög mikill kostur. Tímabil lágmark í júní og júlí (gæti byrjað um 15. maí og verið til 15. ágúst).

Umsóknir sendist á Stefán Braga Bjarnason á netfangið stefan@ici.is