Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

  • Logo Opna háskólans í Háskólanum í Reykjavík

Starfsmenn í vinnu fyrir Umhverfis- orku og loftlagsráðuneytið

Við erum að leita að tveimur starfsmönnum/nemum sem munu deila með sér 100% stöðugildi í verkefni á vegum Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytis. Allar atvinnugreinarnar hafa verið að taka þátt í vinnustofum sem haldnar voru í Opna háskólanum í HR þar sem viðfangsefnið hefur verið að minnka kolefnaspor hverrar atvinnugreinar.

Verkefnið mun standa yfir frá 20. apríl þangað til í byrjun júní.

Umsýslustjóri

  • Umsýslustjórar munu sitja fundi með hópstjórum úr hverri atvinnugrein og ráðuneytinu og öðrum hagaðilum.
  • Starfið snýst um að safna gögnum og upplýsingum frá hverri atvinnugrein, halda utan um fundargerðir helstu tilmælum sem koma frá atvinnulífinu og setja upp á skipulegan hátt, þannig að verklagið nýtist milli atvinnugreina og sé nokkuð staðlað.
  • Fyrir folk sem hefur áhuga á og vill einbeita sér að og kynnast betur verkefnum vegna samdráttar í losun, en í stjórnarsáttmála er kveðið á um að landsmarkmið Íslands sé samdráttur losunar gróðurhúsalofttegunda um 55% fyrir árið 2023 (miðað við 2005).
  • Mikilvægt er að viðkomandi séu mjög skipulögð, getið unnið staðlað og tekið við og fylgt leiðbeiningum.
  • Möguleiki er að nýta vinnuna og þau gögn sem safnast í lokaverkefni.

Ef þið hafið ahuga má senda póst á Kristinn, kristinn@ru.is, eða Ingunni, ingunn@ru.is, Opna háskólanum HR.