Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

  • Birgisson logo

Starfsfólk í verslun um helgar og í sumarafleysingar - Birgisson ehf

Birgisson ehf. sérverslun með parket, harðparket, flísar, loftaefni og hurðir

Birgisson ehf. sérverslun með parket, harðparket, flísar, loftaefni og hurðir óskar eftir að ráða:· Starfsfólk í verslun um helgar og í sumarafleysingar. Hentar t.d. vel með skóla.

Umsækjandi þarf að búa yfir góðri þjónustulund, skipulagshæfni og hafa glaðlega og fágaða framkomu. Kostur að viðkomandi hafi tölvukunnáttu og þekkingu á byggingavörum.

Fjölbreytt og skemmtileg verkefni framundan.

Vinsamlega sendið umsókn ásamt ferilskrá á: birgisson@birgisson.is