Starfsfólk i BIM teymi VSÓ Ráðgjafar
VSÓ Ráðgjöf leitar að jákvæðum og metnaðarfullum nemum til starfa í BIM teymi fyrirtækisins sumarið 2023.
BIM teymi VSÓ sinnir innleiðingu á BIM ferlum í verkefnum fyrirtækisins, eftirfylgni og umsjón BIM ferla innan ólíkra byggingarverkefna, m.a. samræmingu hönnunar, innleiðingu upplýsingalíkana, stýringu á vefhótelum o.fl.
Leitað er að áhugasömum nemum t.d. í byggingafræði eða öðru sambærilegu námi sem nýtist við störf innan BIM teymisins við fjölbreytt byggingarverkefni fyrirtækisins til dæmis við hönnun flugstöðvar, landeldisstöðvar, fangelsis, sjúkrahúss og annarra spennandi verkefna.
VSÓ Ráðgjöf leggur áherslu á að skapa öruggt og hvetjandi vinnuumhverfi þar sem starfsfólk fær tækifæri til persónulegrar og faglegrar þróunar í starfi, ásamt mótun starfsins í samræmi við óskir og þarfir viðkomandi. Ásamt því að vera leiðandi fyrirtæki í notkun BIM þá býður VSÓ upp á jákvætt, fjölskylduvænt vinnuumhverfi og líflegt félagsstarf.
Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar BIM ráðgjafi.
Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á vefsíðunni www.vso.is
