Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

  • Logo VSÓ Ráðgjafar

Starfsfólk i BIM teymi VSÓ Ráðgjafar

VSÓ Ráðgjöf leitar að jákvæðum og metnaðarfullum nemum til starfa í BIM teymi fyrirtækisins sumarið 2023.

BIM teymi VSÓ sinnir innleiðingu á BIM ferlum í verkefnum fyrirtækisins, eftirfylgni og umsjón BIM ferla innan ólíkra byggingarverkefna, m.a. samræmingu hönnunar, innleiðingu upplýsingalíkana, stýringu á vefhótelum o.fl.

Leitað er að áhugasömum nemum t.d. í byggingafræði eða öðru sambærilegu námi sem nýtist við störf innan BIM teymisins við fjölbreytt byggingarverkefni fyrirtækisins til dæmis við hönnun flugstöðvar, landeldisstöðvar, fangelsis, sjúkrahúss og annarra spennandi verkefna.

VSÓ Ráðgjöf leggur áherslu á að skapa öruggt og hvetjandi vinnuumhverfi þar sem starfsfólk fær tækifæri til persónulegrar og faglegrar þróunar í starfi, ásamt mótun starfsins í samræmi við óskir og þarfir viðkomandi. Ásamt því að vera leiðandi fyrirtæki í notkun BIM þá býður VSÓ upp á jákvætt, fjölskylduvænt vinnuumhverfi og líflegt félagsstarf.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar BIM ráðgjafi.

Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á vefsíðunni www.vso.is