Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

  • logo HR nýtt

Spurningasvörun: App og gervigreindarlíkan - Mál- og raddtæknistofa HR

Gervigreindarlíkan fyrir spurningasvörun getur svarað opnum spurningum á sjálfvirkan máta. Slík líkön eru þjálfuð á málheild sem inniheldur mikið magn spurninga/svara og eru oft aðgengileg fyrir auðlindamikil tungumál. Í tilviki auðlindalítilla tungumála eru möguleikarnir takmarkaðir vegna skorts á gögnum. Árið 2021 var búin til þjálfunarmálheild fyrir íslensku með um 23 þús. spurningum/svörum. Söfnunum var framkvæmd með nýstárlegum hugbúnaði, í formi leiks, sem þróaður var í HR.

Í þessu verkefni verður hugbúnaðurinn aðlagaður og gerður opinn svo önnur tungumál geti nýtt sér
hann. Jafnframt verður fleiri spurningum/svörum safnað og málheildin stöðluð. Að lokum verður hún
notuð til að þjálfa fyrsta opna gervigreindarlíkanið sem getur svarað íslenskum spurningum.
Hagnýtingargildi verkefnisins er verulegt þar sem hægt verður að nota afrakstur þess í ýmiss konar
hugbúnaðarkerfum og það getur jafnframt orðið kveikja að nýsköpunarverkefnum bæði hérlendis og
erlendis.

Verkefnið, sem styrkt er af Nýsköpunarsjóði námsmanna, verður unnið undir handleiðslu Hrafns Loftssonar, dósents við tölvunarfræðideild HR, og Njáls Skarphéðinssonar, sem útskrifast með meistaragráðu í gervigreind frá Carnegie Mellon University í maí 2023.

Verktímabil er 1. júní - 31. ágúst 2023

Hæfniskröfur

  • Nemandur þarf að hafa lokið a.m.k. 120 einingum í tölvunarfræði eða skyldum greinum


Tengiliðir


Heimasíður verkefnisins


Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík

Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna

Laun: Nýsköpunarsjóður námsmanna greiðir nemendum 340.000 kr. í laun á mánuði.

Umsóknarfrestur: 1. maí 2023