Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

  • Byggingafélag námsmanna logo

BN - Skrifstofustarf/bókhald

Skrifstofustarf/bókhald

Byggingafélag námsmanna ses. leitar að starfsmanni á skrifstofu félagsins til almennra skrifstofustarfa, afgreiðslu og færslu bókhalds. Um er að ræða 80-100% starf við afgreiðslu í sumar og síðar við færslu bókhalds og afstemmingar auk almennra skrifstofustarfa. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í maí og um er að ræða ráðningu til eins árs. 

  • Hæfniskröfur: Þekking á bókhaldi, jákvætt hugarfar, þjónustulund, hreint sakavottorð
  • Fyrirtæki: Byggingafélag námsmanna
  • Tengiliður: Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri
  • Heimasíða: bn.is
  • Staðsetning: Borgartún 30
  • Starfstegund: Skrifstofustarf
  • Umsóknarfrestur:  30 .apríl 2023

Umsóknum skal skilað með tölvupósti á bodvar@bn.is