Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

  • Logo Motus

Motus - Sérfræðingur á fjármálasviði

Við leitum að metnaðarfullum liðsfélaga til að sinna fjölbreyttum verkefnum á fjármála- og rekstrarsviði fyrir Motus og tengd félög. Meðal verkefna fjármála- og rekstrarsviðs er umsjón með fjármálum, reikningshaldi og gerð ársreikninga, ásamt áætlanagerð og annarri greiningarvinnu. Við bjóðum skemmtilegt starfsumhverfi í Katrínartúni 4 í Reykjavík með faglega sterku samstarfsfólki á fjármála- og rekstrarsviði Motus.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Færsla bókhalds og afstemmingar
  • Dagleg uppgjör
  • Skráning og frágangur reikninga
  • Vinna tengd gerð árs- og árshlutareikninga
  • Þátttaka í frávika- og áætlanagerð
  • Þátttaka í þróun og innleiðingu nýrra lausna og ferla
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Góð kunnátta í Excel
  • Reynsla af reikningshaldi er kostur
  • Þekking á bókhaldskerfinu Navision er kostur
  • Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
  • Jákvæðni

Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um.

  • Umsóknarfrestur er til 24. apríl.
  • Starfsstöð: Katrínartún 4, Reykjavík 
  • Fullt starf

Nánari upplýsingar um starfið veitir Herdís Guðmundsdóttir, yfirmaður reikningshalds, herdis@motus.is 

Sækja um starfið