Motus - Sérfræðingur á fjármálasviði
Við leitum að metnaðarfullum liðsfélaga til að sinna fjölbreyttum verkefnum á fjármála- og rekstrarsviði fyrir Motus og tengd félög. Meðal verkefna fjármála- og rekstrarsviðs er umsjón með fjármálum, reikningshaldi og gerð ársreikninga, ásamt áætlanagerð og annarri greiningarvinnu. Við bjóðum skemmtilegt starfsumhverfi í Katrínartúni 4 í Reykjavík með faglega sterku samstarfsfólki á fjármála- og rekstrarsviði Motus.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Færsla bókhalds og afstemmingar
- Dagleg uppgjör
- Skráning og frágangur reikninga
- Vinna tengd gerð árs- og árshlutareikninga
- Þátttaka í frávika- og áætlanagerð
- Þátttaka í þróun og innleiðingu nýrra lausna og ferla
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi
- Góð kunnátta í Excel
- Reynsla af reikningshaldi er kostur
- Þekking á bókhaldskerfinu Navision er kostur
- Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
- Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
- Jákvæðni
Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um.
- Umsóknarfrestur er til 24. apríl.
- Starfsstöð: Katrínartún 4, Reykjavík
- Fullt starf
Nánari upplýsingar um starfið veitir Herdís Guðmundsdóttir, yfirmaður reikningshalds, herdis@motus.is
Sækja um starfið
