Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

  • Hreinsitækni logo

Hreinsitækni leitar að bókara

Ráðning er tímabundinn og er hugsuð í rúmt ár með möguleika á framtíðarstarfi.

Helstu verkefni:

  • Umsjón og ábyrgð á reikningshaldi og uppgjörum Hreinsitækni
  • Bóka reikninga Hreinsitækni.
  • Stemma af lánardrottna og viðskiptamenn ásamt því að bóka afborganir lána.
  • Sjá um fyrningartöflu félagsins í samráði við fjármálastjóra og bóka í Navision.
  • Stemma af virðisaukaskatt og skila skýrslu til skattayfirvalda.
  • Koma að skilum gagna til endurskoðanda.
  • Koma að skýrslugerð til stjórnenda í samstarfi við fjármálastjóra.
  • Taka þátt og skipuleggja ýmis umbótaverkefni.
  • Önnur tilfallandi verkefni.


Hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi eins og viðskiptafræðimenntun, viðurkenndur bókari eða sambærileg menntun.
  • Reynsla af bókhaldsstörfum eða sambærilegu starfi.
  • Góð greiningarhæfni.
  • Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð.
  • Jákvæðni í mannlegum samskiptum og hæfni til að starfa í hópi.
  • Frumkvæði, fagmennska og metnaður í starfi.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.

Nýr starfsmaður myndi starfa með aðalbókara í einhvern tíma og fengi því góðar leiðbeiningar.

Tengiliður: Ragnhildur Aradóttir ragga@hrt.is

Heimasíðan okkar er hrt.is

Umsóknarfrestur er 12. júní

Skrifstofan okkar er á Stórhöfða 37, 110 Reykjavík.