Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

  • Eylíf logo

Greinaskrif fyrir Eylíf heilsuvörur

Verkefnið snýst um að skrifa stutar og hnitmiðaðar greinar, verkefnið er tímabundið, en viðkomandi getur orðið fastur “penni” ef vel gengur og okkur semur vel.

Hæfniskröfur

Að geta skrifað stuttar, gagnlegar, auðlesnar og skemmtilegar greinar um ákveðin málefni sem við ákveðum hverju sinni, viðkomandi getur komið með sínar tillögur og lagt þær undir okkur.

  • Fyrirtæki: Eylíf heilsuvörur (iceCare health ehf)
  • Tengiliður: Ólöf Rún Tryggvadóttir olof@eylif.is má senda fyrirspurnir beint á mig.
  • Heimasíða fyrirtækis: www.eylif.is


Við erum stödd á Grandagarði 16, 101 Rvk, Sjávarklasanum, en verkefnið er hægt að vinna hvaðan sem er, þarf ekki að vera staðsettur hér.

  • Starfstegund: Greinaskrif
  • Umsóknarfrestur:  Bara á næstunni

Hér er hægt að sjá heilsutengdar greinar sem komnar eru á vefinn okkar.