Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

  • Íslandshótel - logo

Íslandshótel - Fulltrúi á mannauðssviði

Aðalskrifstofa Íslandshótela - Fullt starf

Laus er til umsóknar er staða fulltrúa á mannauðssviði. Um er að ræða tímabundna afleysingarstöðu með möguleika á framtíðarráðningu.

Spennandi tækifæri fyrir einstakling með ástríðu fyrir mannauðsmálum. Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem myndar öfluga liðsheild og veitir framúrskarandi þjónustu.

Starfssvið

  • Stuðningur og ráðgjöf við stjórnendur í mannauðsmálum
  • Umsjón með almennum ráðningum og ráðningaferlum
  • Umsjón með gerð ráðningasamninga og tengdum skjölum
  • Umsjón með framþróun og viðhaldi hugbúnaðarkerfa á mannauðssviði
  • Skráning gagna, skýrslu og eyðublaðagerð og greiningarvinna
  • Gerð atvinnuauglýsinga og starfar sem tengiliður við atvinnumiðla
  • Upplýsinagjöf til stjórnenda og starfsmanna varðandi vinnurétt, kjaramál og túlkun kjarasamninga

Hæfniskröfur

  • Grunnnám á háskólastigi og/eða meistarapróf sem tengist starfi æskilegt
  • Reynsla af sambærilegum störfum kostur
  • Talsverð færni í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund.
  • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Gott vald á íslensku og ensku er skilyrði, þriðja tungumál er kostur
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Öryggisvitund

Umsóknarfrestur er til 31.mars 2023.

Sækja um starfið