Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

  • Faxaflóahafnir - Logo

Faxaflóahafnir leita eftir sumarstarfsmanni á skrifstofu

Við hér hjá Faxaflóahöfnum erum að leita eftir sumarstarfsmanni á skrifstofu okkar. Skrifstofa Faxaflóahafna sf. er staðsett við Tryggvagötu 17 í miðbæ Reykjavíkur.

Starfið felur í sér almenn skrifstofustörf og ýmist tilfallandi verkefni fyrir svið og deildir fyrirtækisins tengt almennri fjármála- og skrifstofuvinnu.

Ákjósanlegast er að viðkomandi sé t.d í viðskipta-, verkfræði- eða tölvutengdu námi.

  • Viðkomandi þarf að vera skipulagður.
  • Þarf að hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Þarf að búa að góðri tölvukunnáttu og færni í helstu Microsoft kerfum.

Áhugasamir hafi samband við eftirfarandi :