Faxaflóahafnir leita eftir sumarstarfsmanni á skrifstofu
Við hér hjá Faxaflóahöfnum erum að leita eftir sumarstarfsmanni á skrifstofu okkar. Skrifstofa Faxaflóahafna sf. er staðsett við Tryggvagötu 17 í miðbæ Reykjavíkur.
Starfið felur í sér almenn skrifstofustörf og ýmist tilfallandi verkefni fyrir svið og deildir fyrirtækisins tengt almennri fjármála- og skrifstofuvinnu.
Ákjósanlegast er að viðkomandi sé t.d í viðskipta-, verkfræði- eða tölvutengdu námi.
- Viðkomandi þarf að vera skipulagður.
- Þarf að hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum.
- Þarf að búa að góðri tölvukunnáttu og færni í helstu Microsoft kerfum.
Áhugasamir hafi samband við eftirfarandi :
- Jón Garðar Jörundsson sviðsstjóri viðskiptasviðs Faxaflóahafna - jon@faxafloahafnir.is
- Ólafur Ólafsson mannauðsstjóri Faxaflóahafna - olafur@faxafloahafnir.is
